14.2.2008 | 14:59
Reykjavík í öðru ljósi
Þar sem nú er að opna sýning á tillögum um Vatnsmýrarskipulag fannst mér lag að skella nokkrum myndum upp af þrívíddardæminu sem ég vann fyrir Hrafn Gunnlaugson eftir hugmyndum Trausta Valsonar. Ég er ekki frá því að sjónvarpsþátturinn sem þetta var unnið fyrir, Reykjavík í öðru ljósi, hafi breytt hugmyndum manna um skipulagsmál borgarinnar, og kveikt áhuga fjölmargra. Maður var, áður en þessi mynd var sýnd, ekki mikið var við þær ákvenu skoðanir sem flestir hafa í dag á skipulagi Reykjavíkur. Vart hefur þarfari sjónvarpsþáttur verið gerður á Íslandi. Ég er á því að hann hafi valdið byltingu í hugarfari fólks. Ég er Hrafni og Ara Kristins endalaust þakklátur fyrir að hafa fengið mig með í að vinna þetta, jafnvel þótt ég hafi valdið Hrafni vonbrigðum undir lokin þegar við komust að því að það var engin leið að keyra út fly-through video í 3víddarmódelinu með það tölvu afl sem við höfðum aðgang að þá. Ég vann þetta á 180 Mhz Makka frá PowerComputing með 256 mb vinnsluminni. Auðvitað var þetta módel að kæfa vélina í vinnuálagi. En að vinna í 6 vikur heima hjá Hrafni með þeim Ara að þessu er tími sem ég gleymi aldrei. Við vissum hversu heitt efnið var. Þetta var svo gaman. Njótið myndanna.
Hér sést hvernig einhvers konar Esplanade upp á franskan máta gæti legið frá tjörninni og óslitið út að þar sem flugbrautarendinnn err í dag
Hér er horft austur frá Melum og sést Esplanadan án háhýsanna
Hér sjáum við aðeins nær hvernig gert er ráð fyrir tjörnum sem tengdar eru saman með brautum fyrir báta
Hátt sjónarhorn með Flugvelli á Lönguskerjum
Séð úr hinni áttinni, frá gömlu höfninni
Hér sést hvernig einhvers konar Esplanade upp á franskan máta gæti legið frá tjörninni og óslitið út að þar sem flugbrautarendinnn err í dag
Hér er horft austur frá Melum og sést Esplanadan án háhýsanna
Hér sjáum við aðeins nær hvernig gert er ráð fyrir tjörnum sem tengdar eru saman með brautum fyrir báta
Hátt sjónarhorn með Flugvelli á Lönguskerjum
Séð úr hinni áttinni, frá gömlu höfninni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.