9.2.2008 | 14:43
Á fjórða hundrað tonn af vatni inn á vinnustofurnar.
Hún var óskemmtileg aðkoman að Korpúlfsstöðum í nótt. Ein 7 listamanna með aðstöðu í kjallaranum, Laufey Jensdóttir, hringdi í mig þegar vatnshæðin var komin í 120 cm. Spurði mig hvort ég gæti haft samband við fjölmiðla. Eftir að hafa hringt í fréttastofur blaða, útvarps og sjónvarps dreif ég mig til að mynda aðstæður. Maðurinn hennar Laufeyjar og Ólöf Jóna Guðmundsdóttir fóru í vöðlum inn á vinnustofurnar með myndavél og myndirnar má sjá hér að neðan. Ég dreif svo í að vista þær og senda til Moggans og víðar, en Elva hjá Mogganum náði að koma einni þeirra inn í blaðið sem kom út í morgun. Myndirnar tala sínu máli og hver veit hvort nokkur trygging muni bæta þeirra milljónatjón. Stöð 2 tók viðtal við Guðrúnu Öyahals sem sýnt var í hádeginu en RÚV menn töluðu við Laufeyju, Sollu og Guðrúnu og sjáum við það væntanlega í fréttatímanum í kvöld.
Horft eftir ganginum
Hér sést vatnshæðin
Vinnustofan hennar Sollu öll á kafi
Hjá Olgu og Ólöfu
Hjá Guðrúnu
Ólöf fórnar höndum
SIGGI VALUR
WWW.STORYBOARD.IS
Horft eftir ganginum
Hér sést vatnshæðin
Vinnustofan hennar Sollu öll á kafi
Hjá Olgu og Ólöfu
Hjá Guðrúnu
Ólöf fórnar höndum
SIGGI VALUR
WWW.STORYBOARD.IS
Athugasemdir
Það er hrikalegt að horfa upp á þessa eyðileggingu sem þarna hefur átt sér stað. Við skulum vona að það verið eitthvað hægt að gera þessu fólki til handar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.2.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.