Sundabraut og fleira

Hér eru tillögur að Sundabrúm og göngum sem ég hef teiknað og margir þekkja því þær hafa oft verið sýndar í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Hér er líka mynd af svæðinu þar sem Áburðarverksmiðjan og Sorpa eru núna, en þarna bæti ég við uppfyllinu og iðnaðarhverfi ásamt göngubrú til Viðeyjar. Þessar myndir voru unnar fyrir ýmsar deildir Reykjavíkurborgar, og margar gegnum verkfræðistofur sem héldu utan um hönnunartillögur. Neðar eru svo gamlar myndskreytingar með tillögu að nýjum miðbæ Hafnarfjarðar, sem nú er orðinn þannig. Restina rekur útkeyrsla 3víddarforrits af flugvelli Trausta Valssonar á Lönguskerjum eins og mátti sjá í „Reykjavík í öðru ljósi“.



Hábrú milli Gylfaflatar og Klepps



Svokölluð eyjalausn



Göng milli Gylfaflatar og Klepps



Hér er innsta brúartillagan á uppfyllingu



Göng frá Kirkjusandi á svæði SVR



Hábrúin aftur séð í vestur



Uppfylling við Gufunes, útlitstillaga með iðnaðarbyggð og göngubrú til Viðeyjar



Hér eru hundgamlar myndir af Miðbæjarskipulagi Hafnarfjarðar, og hér er fyrst eins og það leit út þegar ég vann þetta



Þetta lítur að mestu leiti út svona í dag



Maður notaði engar tölvur á þessum tíma til að reikna út perspectívið



Og hér í restina er til gamans 3víddarmódel sem ég vann fyrir Hrafn Gunnlaugsson í myndina „Reykjavík í öðru ljósi“ Lítur flugvöllurinn ekki vel út þarna?


SIGGI VALUR
WWW.STORYBOARD.IS

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Til hamingju með bloggið Sigurður. Þetta er greinilega að virka hjá þér :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.2.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Jens Guð

  Blessaður Siggi og velkominn á bloggið.  Æðislega sem er gaman að skoða teikningarnar þínar. 

Jens Guð, 11.2.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband